sunnudagur, október 24

er ég leikkona?

sé orðinu pirringi flétt upp í orðabók kemur mynd af mér og tilvísun í bloggið mitt.
ágætu lesendur, er að hlusta á Time of my life úr Dirty dancing og er að velta fyrir mér þessu laugardagskvöldi sem er að líða, og er að mestu liðið.
þegar ég er ekki skotin er ég bömmer yfir litleysi lífsins og svo fokkings loksins þegar ég er skotin, ekki í einum heldur tveimur, er ég að tapa mér og nenni engan vegin að standa í þessu rugli öllu saman!!!!! prirringur.is góðan dag,hvernig get ég aðstoðað?
Hvað er það að sjá mann snú við og segja hæ.brosa.vera sætur.staldra við. og fara....ég og þessi strákar erum klárlega sálufélagar, afhverju sjá þeir það ekki?
Arna sagði að ég væri bara ofmikill bíómyndadrami, ég þyrfti víst að koma mér niður á jörðina...
we all need somebody to lean on.....
en jamms fínasta airwaves helgi sem fær sína umfjöllun seinna þegar ég er ekki að DEYJA úr svekkelsi....Nú er ég í alvörunni hætt að fara út um helgar, alveg þangað til ég a afmæli, í alvöru, ekkert djamm á þessum bæ.
Hitti exið í kvöld á Nasa, heilsaði ekki frekar en venjulega og stífnaði upp og labbaði í burtu, ávallt hressandi samskipti það.
Afhverju verður maður svona kjánalegur þegar maður er skotin í einhverjum? hann veit ekkert hvað ég er að hugsa eða upplifa en samt leið mér eins og þegar hann horfði á augun á mér og sagði hæ að hann gæti lesið "já ég er að deyja úr ást yfir þér, viltu bara halda utan um mig og aldrei sleppa.." okay, point taken, kannksi fullmikill drami og leikkonu skapur en í alvöru, stelpur? strákar? einhver?
ahhhhhhhhhhhhhhhhhhh... í kvöld held ég að ég hafi fallið í 2 flokkum og misst allavega 1,5 í einkunn, nú taka við dyraverðir og skúrítas verðir...eða ...? útlönd? skemmtilegt, ég er farin út fyrir landsteinana að leita mér að deiti og ekki afþví að ég hef deitað alla hér heima eða að þeir séu ekki nógu spes, nei þetta á sér dekkri og dimmari skýringu en svo.
ég, sigga sáli, játar það hér með að´ég skil ekki stráka. en aðeins þegar kemur að sjálfri mér ég er ennþá good to go þegar kemur að því að gefa ráð, bara ekki sjálfri mér.
cant keep runnin away...
ég er farin í leiklistar nám og extreme makeover til LA...
góða nótt fallega fólk og sætu strákarnir mínir...

1 ummæli:

Olinabeib sagði...

Hæ sæta ...verð að vera sammála með að skilja ekki stráka ... mun líklega aldrei skilja þá ;)